Framtíðin er núna Hjálmar Sveinsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Kosningar 2018 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar