Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, við nýju flugvélina. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53