Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:45 NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira