Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:45 NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira