Borgarlína, nei takk? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar