Vilja bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:12 Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. Vísir/Stefán Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi
Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13