Söngur Kanemu tvöfaldur sigurvegari Skjaldborgar 2018 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 21:31 Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur hlaut tvenn verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni. Mynd/Skjaldborg Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur hlaut tvenn verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fór á Patreksfirði um helgina. Myndin hlaut bæði Einarinn og Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun hátíðarinna. Í umsögn dómnefndar segir að myndin hafi ríkt erindi við samtíma sinn, miðli mikilvægum lífsgildum og fangi litróf þjóðarinnar. Sagan sé sögð af mikilli hlýju og næmi, full af gleði og hjarta. Í frétt á vefnum Klapptré kemur fram að í dómnefnd voru Ragnar Bragason, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Yrsa Roca Fannberg. Söngur ömmu Kanemu er heimildamynd um leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Um leið og Erna kemst í snertingu við uppruna sinn þá öðlast hún skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands.KanemasSong_Trailer_2minWeb_1080p from Anna Thora Steinthorsdottir on Vimeo.Rjómi hlaut hvatningarverðlauninRjómi eftir Freyju Kristinsdóttur hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar. Haustið 2012 hugðist Hilmar Egill Jónsson flytja frá Noregi heim til Íslands með hundinn sinn Rjóma. Þegar hann fékk synjun frá Matvælastofnun um að hundurinn mætti koma til landsins, hófst lygileg atburðarrás og fimm ára þrotlaus barátta Hilmars við kerfið. „Þetta er bara frábær lítill orkubolti sem er bara guðsgjöf. Hann er skemmtilegur og bara einn af fjölskyldunni. Rjómi er af tegundinni English Bull terrír, hress, skemmtilegur og hoppandi glaður, hann er í raun og verur fyrir alla“, sagði Hilmar Egill Jónsson, eigandi Rjóma, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Klassísk saga af óréttlæti sem kemur þó sífellt á óvart og heldur manni föngnum frá upphafi til enda,“ sagði í umsögn dómnefndar um myndina. Leikstjóri er Freyja Kristinsdóttir.Rjómi - Trailer ÍSLENSKA from Freyja Kristinsdottir on Vimeo. Tengdar fréttir Hundurinn Rjómi elskar rjóma Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi. 16. apríl 2018 19:42 Ömmuþema í bland við byltingar og margt fleira Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og Helga Rakel Rafnsdóttir, önnur af stjórnendum hátíðarinnar ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur, segir að þar verði að vanda mikið fjör og frábærar heimildarmyndir sem sjást jafnvel ekki annars staðar. 17. maí 2018 08:00 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur hlaut tvenn verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fór á Patreksfirði um helgina. Myndin hlaut bæði Einarinn og Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun hátíðarinna. Í umsögn dómnefndar segir að myndin hafi ríkt erindi við samtíma sinn, miðli mikilvægum lífsgildum og fangi litróf þjóðarinnar. Sagan sé sögð af mikilli hlýju og næmi, full af gleði og hjarta. Í frétt á vefnum Klapptré kemur fram að í dómnefnd voru Ragnar Bragason, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Yrsa Roca Fannberg. Söngur ömmu Kanemu er heimildamynd um leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Um leið og Erna kemst í snertingu við uppruna sinn þá öðlast hún skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands.KanemasSong_Trailer_2minWeb_1080p from Anna Thora Steinthorsdottir on Vimeo.Rjómi hlaut hvatningarverðlauninRjómi eftir Freyju Kristinsdóttur hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar. Haustið 2012 hugðist Hilmar Egill Jónsson flytja frá Noregi heim til Íslands með hundinn sinn Rjóma. Þegar hann fékk synjun frá Matvælastofnun um að hundurinn mætti koma til landsins, hófst lygileg atburðarrás og fimm ára þrotlaus barátta Hilmars við kerfið. „Þetta er bara frábær lítill orkubolti sem er bara guðsgjöf. Hann er skemmtilegur og bara einn af fjölskyldunni. Rjómi er af tegundinni English Bull terrír, hress, skemmtilegur og hoppandi glaður, hann er í raun og verur fyrir alla“, sagði Hilmar Egill Jónsson, eigandi Rjóma, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Klassísk saga af óréttlæti sem kemur þó sífellt á óvart og heldur manni föngnum frá upphafi til enda,“ sagði í umsögn dómnefndar um myndina. Leikstjóri er Freyja Kristinsdóttir.Rjómi - Trailer ÍSLENSKA from Freyja Kristinsdottir on Vimeo.
Tengdar fréttir Hundurinn Rjómi elskar rjóma Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi. 16. apríl 2018 19:42 Ömmuþema í bland við byltingar og margt fleira Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og Helga Rakel Rafnsdóttir, önnur af stjórnendum hátíðarinnar ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur, segir að þar verði að vanda mikið fjör og frábærar heimildarmyndir sem sjást jafnvel ekki annars staðar. 17. maí 2018 08:00 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hundurinn Rjómi elskar rjóma Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi. 16. apríl 2018 19:42
Ömmuþema í bland við byltingar og margt fleira Skjaldborgarhátíðin fer fram á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og Helga Rakel Rafnsdóttir, önnur af stjórnendum hátíðarinnar ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur, segir að þar verði að vanda mikið fjör og frábærar heimildarmyndir sem sjást jafnvel ekki annars staðar. 17. maí 2018 08:00