Dallas leiddi útskriftarnemana inn í salinn og hlaut eftir það dynjandi lófatak. Josh Dallas, sonur hetjunnar og nemandi við Dixon framhaldsskólann sagði í samtali við staðarblaðið að faðir hans hefði tekið allan skólann undir sinn verndarvæng og hann sé bjargvættur og verndari allra í skólanum. Mynd af feðgunum á útskriftardaginn má sjá í tísti neðst í fréttinni.
Dallas stöðvaði á miðvikudaginn byssumanninn Matthew Milby sem skotið hafði að útskriftarnemum þegar þeir söfnuðust saman til æfinga fyrir útskriftarathöfnina.
Milby sem er nemandi við skólann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og færður í vörslu lögreglunnar.
Very Proud dad. Congrats JD,,,,@JoshD1052_@dukesduchessespic.twitter.com/AAIE5fg4ks
— Mark Dallas (@MarkMadallas161) May 20, 2018