Rafael Nadal mun endurheimta toppsæti heimslistans í tennis eftir sigur á Opna ítalska mótinu í dag. Sigurinn er sá áttundi hjá Nadal á mótinu sem er met.
Nadal mætti ríkjandi meistara mótsins, Alexander Zverev í úrslitunum. Hann vann fyrsta settið auðveldlega en Zverev tók annað settið. Zverev leiddi 3-2 í þriðja settinu þegar þurfti að gera hlé vegna rigninga.
Þá snéri Nadal leiknum sér í hag og vann samanlagt 6-1, 1-6, 6-3.
Roger Federer hafði tekið efsta sæti heimslistans af Nadal eftir Masters mótið í Madríd í síðustu viku en Nadal endurheimti það. Spánverjinn er nú kominn með þrjá sigra á fjórum mótum á leirvöllum á tímabilinu og ætti að vera sigurstranglegastur fyrir Opna franska meistarmaótið sem hefst næsta sunnudag.
Nadal bestur í heiminum að nýju
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn