Hlustum á eldra fólk! Raunhæfar aðgerðir til að bæta lífsgæði aldraðra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2018 15:29 Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun