Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 23:45 Ísöldurnar má sjá á neðri helmingi myndarinnar. NASA/JHUAPL/SwRI Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu. Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu.
Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21