Svandís þá og Svandís nú Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 14:21 Svandís Svavarsdóttir í stjórnarandstöðu fyrir fáeinum árum horfir undrandi á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra dagsins í dag. visir/anton/vilhelm „Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
„Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49