Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 10:49 Hart er sótt að Steingrími J. Sigfússyni forseta þingsins, og ríkisstjórninni, vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. visir/anton brink Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu hóf umræðuna og mótmótmælti harðlega 11. dagskrárlið á dagskrá. Hún sagði að hér væri um stórpólitískt mál að ræða, sprengja, fáránlegt mál, ofbeldi… segir stjórnarandstaðan. Og boðar málþóf. „Eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið samkvæmt ákveðnu samkomulagi. Tökum ekki í mál að svona sé komið fram við þingið og þingflokksformenn. Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að verið sé að afhenda útgerðinni 3 milljarða á silfurfati. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, sagði að málið væri víst á dagskrá samkvæmt áætlun. En hann ætlaði að funda með þingflokksformönnum í hádeginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingar kom næstur í ræðupúlt og sagði þetta áhugaverðan dag á þinginu. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum.Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur háan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu. „Þetta er til skammar.“ Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna hafa nú þegar tekið til máls og fordæmt þessar fyrirætlanir harðlega og spara hvergi stóru orðin. En, fylgjast má með umræðunni hér neðar. Alþingi Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu hóf umræðuna og mótmótmælti harðlega 11. dagskrárlið á dagskrá. Hún sagði að hér væri um stórpólitískt mál að ræða, sprengja, fáránlegt mál, ofbeldi… segir stjórnarandstaðan. Og boðar málþóf. „Eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið samkvæmt ákveðnu samkomulagi. Tökum ekki í mál að svona sé komið fram við þingið og þingflokksformenn. Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að verið sé að afhenda útgerðinni 3 milljarða á silfurfati. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, sagði að málið væri víst á dagskrá samkvæmt áætlun. En hann ætlaði að funda með þingflokksformönnum í hádeginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingar kom næstur í ræðupúlt og sagði þetta áhugaverðan dag á þinginu. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum.Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur háan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu. „Þetta er til skammar.“ Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna hafa nú þegar tekið til máls og fordæmt þessar fyrirætlanir harðlega og spara hvergi stóru orðin. En, fylgjast má með umræðunni hér neðar.
Alþingi Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00