Heima er best á Heimaey Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2018 09:30 Hákon Daði Styrmisson er kominn heim á Heimaey. vísir/anton Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50
Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn