Átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun