Streyma í Árneshrepp til að læra um Bjólfskviðu Sighvatur skrifar 31. maí 2018 06:00 Kanadamennirnir Daniel og James í sólinni í Norðurfirði í gær. Elín Agla Briem Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira