Segir tillögur ríma við stefnuna Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Vísir/Sigtryggur Ari Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira