Fram datt í kvöld úr leik í Mjólkurbikar karla eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík.
Eftir leikinn meinaði Pedro Hipólito, þjálfari Fram, leikmönnum að fara í viðtöl við fjölmiðla og neitaði hann sjálfur að tala við fréttamenn á staðnum.
Eina mark leiksins skoraði Vignir Snær Stefánsson á 36. mínútu en hann var rekinn af velli með sitt annað gula spjald í uppbótartíma. Víkingur mun því leika til 8-liða úrslita en Fram er úr leik í bikarnum að þessu sinni.
Fram og Víkingur spila bæði í Inkasso deildinni þar sem þau eru í 3. og 4. sæti með sjö stig.
