Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu Smári Jökull Jónsson skrifar 30. maí 2018 21:47 Arnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm „Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15