Austfirsku pönkararnir breyta plötuumslagi umdeildrar plötu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 15:15 Hvort útlitsbreytingar á væntanlegri plötu Séra Davíðs Þórs og pönkaranna að austan verði til að milda gramt geð Arnþrúðar, er ekki vitað á þessu stigi. Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00