Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 15:05 Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún. Vísir/Vilhelm „Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“ Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“
Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22