Flugvél strákanna minni en stefnt var að Kolbeinn Tumi Daðason í Keflavík skrifar 9. júní 2018 11:08 Ferðatöskur eru í fjölmörgum sætum um borð í vélinni þar sem farangursrýmin eru full. Vísir/Kolbeinn Tumi Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira