Trump stal senunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Angela Merkel ræðir við Trump, ef til vill um tollamálið. Vísir/AP Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira