90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2018 14:30 Yoel Romero of þungur. Vísir/Getty UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2 MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00