Unnu Litháar á marki sem átti ekki að standa? Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 18:44 Strákarnir okka bíða frétta. vísir/eva björk Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, situr nú á fundi í Siemens-höllinni í Vilnius þar sem íslenska landsliðið í handbolta tapaði með einu marki gegn Litháen, 28-27. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2019. Skondið atvik gerðist um miðbik síðari hálfleiksins er Litháen fékk dæmt á sig ruðning í þann mund sem boltinn fór í mark Íslands. Dómarnir, þá sérstaklega sá innri, dæmdu klárlega ruðning og markið átti því ekki að standa en tímataflan breyttist og Litháar fengu mark skráð á sig þrátt fyrir ruðningsdóm dómaranna. Eftir mikið japl, jaml og fuður hjá eftirlitsdómara leiksins á hliðarlínunni endaði þetta með því að Litháar héldu markinu og við það eru Íslendingar eðlilega ósáttir enda úrslit leikjanna tveggja samanlagt það sem skiptir máli. Róbert Geir staðfesti við Vísi að hann væri á fundi í höllinni þegar Vísir sló á þráðinn en vildi ekki tjá sig frekar um það né Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Þeir vildu bíða frekari fregna. Síðari leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll á miðvikudaginn en Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Hér að neðan má svo sjá atvikið.Dómarinn dæmdi ruðning í átjánda marki Litáen á móti Íslandi í kvöld. Samt stóð markið og Litáen vann leikinn 28-27. HSÍ ætlar að kæra. #handbolti pic.twitter.com/rsjpIu8Knu— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 8, 2018 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, situr nú á fundi í Siemens-höllinni í Vilnius þar sem íslenska landsliðið í handbolta tapaði með einu marki gegn Litháen, 28-27. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2019. Skondið atvik gerðist um miðbik síðari hálfleiksins er Litháen fékk dæmt á sig ruðning í þann mund sem boltinn fór í mark Íslands. Dómarnir, þá sérstaklega sá innri, dæmdu klárlega ruðning og markið átti því ekki að standa en tímataflan breyttist og Litháar fengu mark skráð á sig þrátt fyrir ruðningsdóm dómaranna. Eftir mikið japl, jaml og fuður hjá eftirlitsdómara leiksins á hliðarlínunni endaði þetta með því að Litháar héldu markinu og við það eru Íslendingar eðlilega ósáttir enda úrslit leikjanna tveggja samanlagt það sem skiptir máli. Róbert Geir staðfesti við Vísi að hann væri á fundi í höllinni þegar Vísir sló á þráðinn en vildi ekki tjá sig frekar um það né Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Þeir vildu bíða frekari fregna. Síðari leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll á miðvikudaginn en Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Hér að neðan má svo sjá atvikið.Dómarinn dæmdi ruðning í átjánda marki Litáen á móti Íslandi í kvöld. Samt stóð markið og Litáen vann leikinn 28-27. HSÍ ætlar að kæra. #handbolti pic.twitter.com/rsjpIu8Knu— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 8, 2018
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira