Milljónir manna fylgdust með því þegar Harry Bretaprins gekk að eiga Meghan Markle í lok maí. Fjölmörg þekkt andlit fengu boðskort í athöfnina, þar með talin Beckham-hjónin. Þau eru af mörgum talin einhver stílhreinustu hjón veraldar og þóttu þau einkar flott í tauinu í athöfninni.
Því má ætla að töluverður peningur muni fást fyrir brúðkaupsfötin, sem rennur sem fyrr segir allur til góðgerða.
Hér að neðan má sjá fötin sem þau klæddust í brúðkaupinu, í færslu Victoriu um málið. Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
