Vladímír Pútín forspár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Vladímír Pútín segist hafa haft rétt fyrir sér. Vísir/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær hafa varað Evrópu, Kanada og Mexíkó við því að Bandaríkin myndu ná sér niðri á þeim líkt og þau gera núna með nýjum viðskiptatollum. Ummælin lét Pútín falla í árlegum símatíma með rússnesku þjóðinni sem sýnt var frá í sjónvarpi. „Árið 2007 sagði ég í München að Bandaríkin væru að útvíkka lögsögu sína út fyrir landamæri sín og sagði það óásættanlegt. Þetta er að gerast núna, ekki bara í okkar garð heldur bitnar þetta á vinum okkar í Evrópu og víðar,“ sagði Pútín og líkti tollunum við þær viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa sett á Rússa. Rússinn var jafnframt spurður um möguleikann á þriðju heimsstyrjöldinni, sem hann sagði að myndi marka endalok mannlegrar siðmenningar, yrði hún háð. „Hættan á sameiginlegri gereyðingu hefur alltaf haldið aftur af stórveldum heimsins og knúið þau til að virða hvert annað. Úrsagnir Bandaríkjamanna úr samningum, til að mynda um eldflaugakerfi, eru tilraun til að binda enda á það jafnvægi sem hefur ríkt,“ sagði Pútín í svari sínu við spurningunni. Þá sagði Pútín að þótt ekki stefndi í fleiri meiri háttar hernaðaraðgerðir Rússa í Sýrlandi væri ekki á dagskrá að draga úr viðveru Rússa þar í landi í bili. Ekki væri þó stefnt að því að hafa þar varanlega viðveru. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00 Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00 Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær hafa varað Evrópu, Kanada og Mexíkó við því að Bandaríkin myndu ná sér niðri á þeim líkt og þau gera núna með nýjum viðskiptatollum. Ummælin lét Pútín falla í árlegum símatíma með rússnesku þjóðinni sem sýnt var frá í sjónvarpi. „Árið 2007 sagði ég í München að Bandaríkin væru að útvíkka lögsögu sína út fyrir landamæri sín og sagði það óásættanlegt. Þetta er að gerast núna, ekki bara í okkar garð heldur bitnar þetta á vinum okkar í Evrópu og víðar,“ sagði Pútín og líkti tollunum við þær viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa sett á Rússa. Rússinn var jafnframt spurður um möguleikann á þriðju heimsstyrjöldinni, sem hann sagði að myndi marka endalok mannlegrar siðmenningar, yrði hún háð. „Hættan á sameiginlegri gereyðingu hefur alltaf haldið aftur af stórveldum heimsins og knúið þau til að virða hvert annað. Úrsagnir Bandaríkjamanna úr samningum, til að mynda um eldflaugakerfi, eru tilraun til að binda enda á það jafnvægi sem hefur ríkt,“ sagði Pútín í svari sínu við spurningunni. Þá sagði Pútín að þótt ekki stefndi í fleiri meiri háttar hernaðaraðgerðir Rússa í Sýrlandi væri ekki á dagskrá að draga úr viðveru Rússa þar í landi í bili. Ekki væri þó stefnt að því að hafa þar varanlega viðveru.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00 Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00 Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Rússar styðja Kim í að halda kjarnavopnum sínum í bili Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti í dag Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo hátt settur rússneskur ráðamaður hittir Kim. 31. maí 2018 15:00
Segja þvinganirnar glæp Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“. 23. maí 2018 06:00
Pútín segist ekki vilja sundra ESB Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. 5. júní 2018 06:48