Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn forsetans eru margir. En eru þeir nógu margir? Vísir/Getty Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í þing- og forsetakosningar er komin upp sú staða að Recep Tayyip Erdogan forseti og Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) hans eru í vandræðum. Samkvæmt allflestum nýjustu skoðanakönnununum er útlit fyrir að flokkurinn tapi meirihluta sínum á þinginu og að þörf verði á annarri umferð forsetakosninga. Kosningarnar eru einar þær mikilvægustu á stjórnmálaferli Erdogans og þær marka tímamót í tyrkneskum stjórnmálum. Ástæðan felst í þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta árs, þegar 51,41 prósent Tyrkja samþykkti að fela forsetanum aukin völd. Í Tyrklandi verði sem sagt ekki lengur þingræði, líkt og tíðkast á Íslandi, heldur forsetaræði, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Þetta nýja fyrirkomulag tekur gildi eftir komandi kosningar, 24. júní. Upphaflega áttu kosningar að fara fram í nóvember á næsta ári. Erdogan ákvað hins vegar í apríl síðastliðnum að þeim þyrfti að flýta til að greiða fyrir upptöku forsetaræðis. Samkvæmt könnun sem Gezici birti í gær mælist kosningabandalag AKP með Þjóðernishyggjuhreyfingunni (MHP) með 48,7 prósent og myndi AKP þar með missa hreinan meirihluta sinn á þinginu. Kosningabandalag Repúblikana (CHP), Góða flokksins (Iyi) og Hamingjuflokksins (SP) mælist með 38,9 prósenta fylgi.Meral Akşener nýtur töluverðs stuðnings. Hún klauf sig frá bandalagsflokki Erdoğans í fyrra og var einn stofnenda Góða flokksinsVísir/afpÞá mælist flokkur Kúrda, HDP, með 11,5 prósenta fylgi og því yfir tíu prósenta þröskuldinum. Ef stuðningur við HDP fer undir tíu prósent í kosningunum myndu Kúrdarnir ekki fá mann kjörinn og færu þau sæti flest til AKP, að því er Reuters greinir frá. Þegar litið er til forsetakosninganna mælist Erdogan með 48,7 prósenta fylgi, litlu meira en hann hefur að meðaltali mælst með undanfarnar vikur. Muharrem Ince, forsetaframbjóðandi Repúblikana, mælist með 25,8 prósenta fylgi og Meral Aksener, frambjóðandi Góða flokksins, með 14,4 prósent. Ef svo fer að enginn frambjóðandi fær meira en helming greiddra atkvæða, eins og kannanir benda til að verði raunin, verður kosið aftur á milli tveggja vinsælustu. Kannanir benda til þess að mjótt yrði á munum á milli Erdogans og næstvinsælasta frambjóðandans, hvort sem það verður Aksener eða Ince. Ný könnun SONAR sýnir til dæmis að forsetinn myndi fá 53,7 prósent gegn 46,3 prósentum Ince en ný könnun REMRES sýnir Erdogan með 51,2 prósent gegn 48,8 prósentum Aksener. Murat Gezici, sem fer fyrir hópnum sem fyrrnefndar kannanir eru nefndar eftir, sagði við Reuters í gær að í erfiðustu forseta- og þingkosningar undanfarinna tuttugu ára stefndi. Kannanir Gezici hafa verið einar þær nákvæmustu í undanförnum kosningum. Trúlega má einna helst rekja erfiðleika forsetans og AKP til Meral Aksener og Góða flokksins. Aksener var áður innanríkisráðherra í stjórn Necmettins Erbakan árin 1996 og 1997. Þá var hún síðast þingmaður fyrir MHP árin 2007 til 2015 og fyrsti varaforseti þingsins nær allan þann tíma. MHP stendur flokki forsetans nærri um þessar mundir. Stuðningur flokksins við áðurnefndar stjórnarskrárbreytingar varð til þess að Aksener sagði sig úr flokknum og stofnaði Góða flokkinn ásamt ýmsum fyrrverandi meðlimum annarra flokka, einkum MHP og CHP. Hún nýtur töluverðs persónufylgis eins og sést þegar henni er att saman við forsetann í könnunum. Mældist Góði flokkurinn með þó nokkurt fylgi jafnvel áður en honum var gefið nafn. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í þing- og forsetakosningar er komin upp sú staða að Recep Tayyip Erdogan forseti og Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) hans eru í vandræðum. Samkvæmt allflestum nýjustu skoðanakönnununum er útlit fyrir að flokkurinn tapi meirihluta sínum á þinginu og að þörf verði á annarri umferð forsetakosninga. Kosningarnar eru einar þær mikilvægustu á stjórnmálaferli Erdogans og þær marka tímamót í tyrkneskum stjórnmálum. Ástæðan felst í þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta árs, þegar 51,41 prósent Tyrkja samþykkti að fela forsetanum aukin völd. Í Tyrklandi verði sem sagt ekki lengur þingræði, líkt og tíðkast á Íslandi, heldur forsetaræði, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Þetta nýja fyrirkomulag tekur gildi eftir komandi kosningar, 24. júní. Upphaflega áttu kosningar að fara fram í nóvember á næsta ári. Erdogan ákvað hins vegar í apríl síðastliðnum að þeim þyrfti að flýta til að greiða fyrir upptöku forsetaræðis. Samkvæmt könnun sem Gezici birti í gær mælist kosningabandalag AKP með Þjóðernishyggjuhreyfingunni (MHP) með 48,7 prósent og myndi AKP þar með missa hreinan meirihluta sinn á þinginu. Kosningabandalag Repúblikana (CHP), Góða flokksins (Iyi) og Hamingjuflokksins (SP) mælist með 38,9 prósenta fylgi.Meral Akşener nýtur töluverðs stuðnings. Hún klauf sig frá bandalagsflokki Erdoğans í fyrra og var einn stofnenda Góða flokksinsVísir/afpÞá mælist flokkur Kúrda, HDP, með 11,5 prósenta fylgi og því yfir tíu prósenta þröskuldinum. Ef stuðningur við HDP fer undir tíu prósent í kosningunum myndu Kúrdarnir ekki fá mann kjörinn og færu þau sæti flest til AKP, að því er Reuters greinir frá. Þegar litið er til forsetakosninganna mælist Erdogan með 48,7 prósenta fylgi, litlu meira en hann hefur að meðaltali mælst með undanfarnar vikur. Muharrem Ince, forsetaframbjóðandi Repúblikana, mælist með 25,8 prósenta fylgi og Meral Aksener, frambjóðandi Góða flokksins, með 14,4 prósent. Ef svo fer að enginn frambjóðandi fær meira en helming greiddra atkvæða, eins og kannanir benda til að verði raunin, verður kosið aftur á milli tveggja vinsælustu. Kannanir benda til þess að mjótt yrði á munum á milli Erdogans og næstvinsælasta frambjóðandans, hvort sem það verður Aksener eða Ince. Ný könnun SONAR sýnir til dæmis að forsetinn myndi fá 53,7 prósent gegn 46,3 prósentum Ince en ný könnun REMRES sýnir Erdogan með 51,2 prósent gegn 48,8 prósentum Aksener. Murat Gezici, sem fer fyrir hópnum sem fyrrnefndar kannanir eru nefndar eftir, sagði við Reuters í gær að í erfiðustu forseta- og þingkosningar undanfarinna tuttugu ára stefndi. Kannanir Gezici hafa verið einar þær nákvæmustu í undanförnum kosningum. Trúlega má einna helst rekja erfiðleika forsetans og AKP til Meral Aksener og Góða flokksins. Aksener var áður innanríkisráðherra í stjórn Necmettins Erbakan árin 1996 og 1997. Þá var hún síðast þingmaður fyrir MHP árin 2007 til 2015 og fyrsti varaforseti þingsins nær allan þann tíma. MHP stendur flokki forsetans nærri um þessar mundir. Stuðningur flokksins við áðurnefndar stjórnarskrárbreytingar varð til þess að Aksener sagði sig úr flokknum og stofnaði Góða flokkinn ásamt ýmsum fyrrverandi meðlimum annarra flokka, einkum MHP og CHP. Hún nýtur töluverðs persónufylgis eins og sést þegar henni er att saman við forsetann í könnunum. Mældist Góði flokkurinn með þó nokkurt fylgi jafnvel áður en honum var gefið nafn.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi Forseti Tyrklands vill tryggja völd sín eins fljótt og auðið er. 20. apríl 2018 14:34
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Segir Tyrkland enn stefna á Evrópusambandsaðild Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði í dag að Tyrkland muni ekki gefast upp á því markmiði að verða hluti af Evrópusambandinu. 6. maí 2018 18:02