Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. júní 2018 18:30 Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira