Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 16:45 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00