Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. vísir „Ég er mjög góður núna. Ég er nokkuð ferskur og hlakka til að spila þessa leiki.“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, um umspilsleikina við Litháen í baráttunni um farseðilinn á HM 2019.Strákarnir okkar mæta Litháen ytra í fyrri leiknum á föstudaginn en seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní.Sjá einnig:Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðjón Valur verður 39 ára í ágúst og er búinn að vera í landsliðinu í rétt tæpa tvo áratugi en hann þreytist aldrei á því að enda tímabilið með landsleikjum. „Það er alltaf einhver tilhlökkun í manni. Auðvitað væri ég til í lengra sumarfrí eins og aðrir vinnandi menn en það er eitthvað sem það gefur manni að koma heim og spila síðasta leik tímabilsins í Laugardalshöllinni,“ segir Guðjón. „Ég myndi kannski endurhugsa þetta ef seinni leikurinn væri á útivelli. Að klára tímabilið í Höllinni er eitthvað sem er orðinn hluti af ferlinum. Ég er ótrúlega ánægður með það og hef gaman af.“Hugsar ekki um stórmótin Guðjón Valur hefur upplifað tímana tvenna með íslenska liðinu. Hann var lykilmaður í silfrinu og bronsinu 2008 og 2010 en hefur einnig staðið á vaktina á síðustu stórmótum sem hafa ekki farið vel.Sjá einnig:Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Bjartsýnin er mikil með endurnýjun í landsliðinu en Guðjón hugsar ekki um að bæta upp fyrir vonbrigði síðustu móta með því að gera vel á nokkrum til viðbótar áður en hann kveður landsliðið. „Ég er rosalega lítið að hugsa um stórmótin sem slík. Það sem ég hugsa mest um núna er að vinna næsta leik. Ég vil vinna leik og spila flottan og góðan handbolta og ná árangri með liðinu. Ef við gerum það í næstu tveimur leikjum erum við á leiðinni á stórmót,“ segir hann. „Eftir það kemur svo undankeppni fyrir EM þannig ég leiði ekki hugann að því að vera kominn á mótið eða ná ákveðnum fjölda móta í viðbót. Ég vil vinna báða þessa leiki á móti Litháen og fara í góðu skapi í frí,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur Sigurðsson er enn þá á toppnum með Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyÞjálfarinn velur liðið Baráttan í vinstra horninu í íslenska landsliðinu er rosaleg en að þessu sinni er það Bjarki Már Elísson sem situr eftir með sárt ennið. Guðjón Valur gefur ekkert eftir í baráttunni og er, korter í fertugt, enn besti hornamaður Íslands og einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Hann getur lítið pælt í því hvort hann sé að hindra framgöngu Stefáns Rafns og Bjarka Más með landsliðinu því á meðan hann er á toppnum þurfa hinir einfaldlega að slá hann út og ekki geta þeir það enn. „Það er þjálfarans að velja liðið en ef að þú vilt frekar hafa hina tvo þá get ég leyst það með því að stíga til hliðar ef þér líður betur með það. Ég get aftur á móti ekki beðist afsökunar á því þegar að þjálfarinn velur mig,“ segir Guðjón Valur.Bjarki Már Elísson varð Evrópumeistari með Berlínarrefunum en kemst ekki í liðið.vísir/getty„Ég er bara að hugsa um að spila fyrir íslenska landsliðið. Þetta er eins og ef ég myndi segja við Rúnar Kárason að ég ætla að vera í hægri skyttunni af því að mig langar það. Okkur langar alla að vera með. Hversu margir heldurðu að séu Olís-deildinni sem langar að vera í landsliðinu en eru ekki valdir?“ Guðjón Valur hefur alltaf sagt að hann mæti til leiks með landsliðinu á meðan hringt er í hann og hann vill vera valinn af því að hann er nógu góður en ekki af því hann heitir Guðjón Valur Sigurðsson og er fyrirliði og er búinn að vera í liðinu frá aldamótum. „Ég vil frekar fá tækifæri á að sýna mig og mæta til leiks og ég geri það glaður á meðan ég fæ tækifæri til þess. Landsliðsþjálfarinn hringdi í mig og við höfum þrír verið að æfa. Ég og Stebbi vorum svo valdir í þessa leiki eftir að ég og Bjarki höfum verið þarna á síðustu tveimur mótum,“ segir fyrirliðinn. „Það er val landsliðsþjálfarans hver spilar. Það mega allir hafa skoðun á því en hann er ráðinn til starfa til þess að velja liðið,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að vera í landsliðinu frá aldamótum og verið fyrirliði síðan að Ólafur Stefánsson hætti.Vísir/ErnirUngu strákarnir lenda á vegg Margir ungir og efnilegir leikmenn voru valdir í stóra landsliðshópinn sem hefur verið við æfingar undanfarnar vikur. Guðjón er sjálfur nýmættur eftir langt tímabil í Þýskalandi en hefur heillast af ungu strákunum sem spila í deildinni hér heima. „Þeir eru mjög efnilegir og mjög frambærilegir handboltamenn. Ég hlakka til að taka slaginn með þeim í leik og alvöru baráttu. Ég hef séð að það er margt í þá spunnið þegar þeir spila í deildinni hér heima en það segir sig sjálft að á landsliðsæfingum erum við með rjómann af okkar bestu handboltamönnum,“ segir Guðjón Valur. „Þarna eru þessir strákar kannski að mæta bestu vörn sem þeir hafa spilað á móti og Viktor Gísli í markinu er kannski að fá á sig bestu skot sem hann hefur séð. Það er gaman að sjá þá takast á við þetta og þroskast með hverri mínútunni með hverri æfingu.“Elvar Örn Jónsson úr Selfossi er einn af nýju og ungu strákunum í liðinu.Vísir/Andri MarinóLandsliðsfyrirliðinn segir að sjálfsögðu lenda þessir ungu menn á ákveðnum vegg þegar að þeir koma á æfingar með miklu betri leikmönnum en þeir hafa æft með áður. Það er eðlilegt og hluti af þroskaferli þeirra. „Að sjálfsögðu lenda þeir í aðstöðu sem þeir hafa ekki lent í áður. Þetta er samt ekkert hræðilegt. Þetta er enn þá bara handbolti. Hann er bara aðeins flóknari og erfiðari og það eru aðeins stærri og sterkari menn sem eru fyrir þeim. Það er samt bara eitt þrep í þessum tröppugangi sem það er að verða betri leikmaður og persóna,“ segir hann. „Það er búið að vera gaman að fylgjast strákum eins og Elvari og Viktori á þessum æfingum sem ég hef verið með á. Það eru miklir hæfileikar þarna og ég vona bara svo sannarlega að þeir eigi langa og farsæla ferla fyrir höndum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Guðmundur Guðmundsson ætlar sér á HM 2019 með íslenska liðið en fyrir stafni eru tveir leikir gegn Litháen. 6. júní 2018 14:46 Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Ég er mjög góður núna. Ég er nokkuð ferskur og hlakka til að spila þessa leiki.“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, um umspilsleikina við Litháen í baráttunni um farseðilinn á HM 2019.Strákarnir okkar mæta Litháen ytra í fyrri leiknum á föstudaginn en seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní.Sjá einnig:Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðjón Valur verður 39 ára í ágúst og er búinn að vera í landsliðinu í rétt tæpa tvo áratugi en hann þreytist aldrei á því að enda tímabilið með landsleikjum. „Það er alltaf einhver tilhlökkun í manni. Auðvitað væri ég til í lengra sumarfrí eins og aðrir vinnandi menn en það er eitthvað sem það gefur manni að koma heim og spila síðasta leik tímabilsins í Laugardalshöllinni,“ segir Guðjón. „Ég myndi kannski endurhugsa þetta ef seinni leikurinn væri á útivelli. Að klára tímabilið í Höllinni er eitthvað sem er orðinn hluti af ferlinum. Ég er ótrúlega ánægður með það og hef gaman af.“Hugsar ekki um stórmótin Guðjón Valur hefur upplifað tímana tvenna með íslenska liðinu. Hann var lykilmaður í silfrinu og bronsinu 2008 og 2010 en hefur einnig staðið á vaktina á síðustu stórmótum sem hafa ekki farið vel.Sjá einnig:Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Bjartsýnin er mikil með endurnýjun í landsliðinu en Guðjón hugsar ekki um að bæta upp fyrir vonbrigði síðustu móta með því að gera vel á nokkrum til viðbótar áður en hann kveður landsliðið. „Ég er rosalega lítið að hugsa um stórmótin sem slík. Það sem ég hugsa mest um núna er að vinna næsta leik. Ég vil vinna leik og spila flottan og góðan handbolta og ná árangri með liðinu. Ef við gerum það í næstu tveimur leikjum erum við á leiðinni á stórmót,“ segir hann. „Eftir það kemur svo undankeppni fyrir EM þannig ég leiði ekki hugann að því að vera kominn á mótið eða ná ákveðnum fjölda móta í viðbót. Ég vil vinna báða þessa leiki á móti Litháen og fara í góðu skapi í frí,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur Sigurðsson er enn þá á toppnum með Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyÞjálfarinn velur liðið Baráttan í vinstra horninu í íslenska landsliðinu er rosaleg en að þessu sinni er það Bjarki Már Elísson sem situr eftir með sárt ennið. Guðjón Valur gefur ekkert eftir í baráttunni og er, korter í fertugt, enn besti hornamaður Íslands og einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Hann getur lítið pælt í því hvort hann sé að hindra framgöngu Stefáns Rafns og Bjarka Más með landsliðinu því á meðan hann er á toppnum þurfa hinir einfaldlega að slá hann út og ekki geta þeir það enn. „Það er þjálfarans að velja liðið en ef að þú vilt frekar hafa hina tvo þá get ég leyst það með því að stíga til hliðar ef þér líður betur með það. Ég get aftur á móti ekki beðist afsökunar á því þegar að þjálfarinn velur mig,“ segir Guðjón Valur.Bjarki Már Elísson varð Evrópumeistari með Berlínarrefunum en kemst ekki í liðið.vísir/getty„Ég er bara að hugsa um að spila fyrir íslenska landsliðið. Þetta er eins og ef ég myndi segja við Rúnar Kárason að ég ætla að vera í hægri skyttunni af því að mig langar það. Okkur langar alla að vera með. Hversu margir heldurðu að séu Olís-deildinni sem langar að vera í landsliðinu en eru ekki valdir?“ Guðjón Valur hefur alltaf sagt að hann mæti til leiks með landsliðinu á meðan hringt er í hann og hann vill vera valinn af því að hann er nógu góður en ekki af því hann heitir Guðjón Valur Sigurðsson og er fyrirliði og er búinn að vera í liðinu frá aldamótum. „Ég vil frekar fá tækifæri á að sýna mig og mæta til leiks og ég geri það glaður á meðan ég fæ tækifæri til þess. Landsliðsþjálfarinn hringdi í mig og við höfum þrír verið að æfa. Ég og Stebbi vorum svo valdir í þessa leiki eftir að ég og Bjarki höfum verið þarna á síðustu tveimur mótum,“ segir fyrirliðinn. „Það er val landsliðsþjálfarans hver spilar. Það mega allir hafa skoðun á því en hann er ráðinn til starfa til þess að velja liðið,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að vera í landsliðinu frá aldamótum og verið fyrirliði síðan að Ólafur Stefánsson hætti.Vísir/ErnirUngu strákarnir lenda á vegg Margir ungir og efnilegir leikmenn voru valdir í stóra landsliðshópinn sem hefur verið við æfingar undanfarnar vikur. Guðjón er sjálfur nýmættur eftir langt tímabil í Þýskalandi en hefur heillast af ungu strákunum sem spila í deildinni hér heima. „Þeir eru mjög efnilegir og mjög frambærilegir handboltamenn. Ég hlakka til að taka slaginn með þeim í leik og alvöru baráttu. Ég hef séð að það er margt í þá spunnið þegar þeir spila í deildinni hér heima en það segir sig sjálft að á landsliðsæfingum erum við með rjómann af okkar bestu handboltamönnum,“ segir Guðjón Valur. „Þarna eru þessir strákar kannski að mæta bestu vörn sem þeir hafa spilað á móti og Viktor Gísli í markinu er kannski að fá á sig bestu skot sem hann hefur séð. Það er gaman að sjá þá takast á við þetta og þroskast með hverri mínútunni með hverri æfingu.“Elvar Örn Jónsson úr Selfossi er einn af nýju og ungu strákunum í liðinu.Vísir/Andri MarinóLandsliðsfyrirliðinn segir að sjálfsögðu lenda þessir ungu menn á ákveðnum vegg þegar að þeir koma á æfingar með miklu betri leikmönnum en þeir hafa æft með áður. Það er eðlilegt og hluti af þroskaferli þeirra. „Að sjálfsögðu lenda þeir í aðstöðu sem þeir hafa ekki lent í áður. Þetta er samt ekkert hræðilegt. Þetta er enn þá bara handbolti. Hann er bara aðeins flóknari og erfiðari og það eru aðeins stærri og sterkari menn sem eru fyrir þeim. Það er samt bara eitt þrep í þessum tröppugangi sem það er að verða betri leikmaður og persóna,“ segir hann. „Það er búið að vera gaman að fylgjast strákum eins og Elvari og Viktori á þessum æfingum sem ég hef verið með á. Það eru miklir hæfileikar þarna og ég vona bara svo sannarlega að þeir eigi langa og farsæla ferla fyrir höndum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Guðmundur Guðmundsson ætlar sér á HM 2019 með íslenska liðið en fyrir stafni eru tveir leikir gegn Litháen. 6. júní 2018 14:46 Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Guðmundur Guðmundsson ætlar sér á HM 2019 með íslenska liðið en fyrir stafni eru tveir leikir gegn Litháen. 6. júní 2018 14:46
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56