Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 13:47 Aron Pálmarsson er í hópnum en nafni hans Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Vísir/EPA Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni. Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019. Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki. Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.Sjáðu blaðamannafundinn:Fjórir leikmenn í hópnum voru ekki með í æfingamótinu í Noregi en það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Ólafarnir duttu báðir út vegna meiðsla en voru valdir. Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum. Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út. Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu. Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan:Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, FH Björgvin Páll Gústavsson, HaukarVinstra hornmenn Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur Aron Pálmarsson, Barcelona Daníel Þór Ingason, Haukar Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad Ólafur Gústafsson, KIF Kolding KøbenhavnMiðjumenn Elvar Örn Jónsson, Selfoss Janus Daði Smárason, Aalborg HåndboldHægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg Rúnar Kárason, TSV Hannover-BurgdorfHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Vignir Svavarsson, HC MidtjyllandLeikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru: Alexander Örn Júlíusson, Valur Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Einar Sverrisson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Haukur Þrastarson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien Teitur Einarsson, Selfoss Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram Ýmir Örn Gíslason, Valur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira