Primera Air hefur sett áætlanir sínar um flug frá Birmingham til New York og Toronto á ís frá og með 21. júní næstkomandi. Ástæðan eru tafir á afhendingu á nýjum Airbus-flugvélum frá framleiðandanum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Primera Air þar sem fram kemur að þessi breyting muni ekki hafa áhrif á þá farþega sem eiga bóka flug fyrir 21. júní.
Síðastliðið sumar tilkynnti félagið um að frá og með apríl í ár myndi félagið bjóða upp á beint flug frá Evrópu til Bandaríkjanna. Pantaði félagið átta Airbus 321 NEO flugvélar auk þess sem að tilkynnt var að félagið yrði fyrsta flugfélagið í heiminum til að taka í notkun Airbus 321LR flugvélar, langdrægar flugvélar með yfir 4.000 mílna flugþol.
Í tilkynningu Primera Air segir hins vegar að tafir hafi orðið á afhendingu nýrra véla frá Airbus og því geti félagið ekki haldið sig við áætlanir um Bandaríkjaflug frá Birmingham.
„Því miður gerðum við ekki ráð fyrir svo miklum töfum frá Airbus sem þýðir að við þurftum að taka þessa erfiðu ákvörðun,“ er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, forstjóra Primera.
Reiknar félagið með að hefja aftur flug til New York á næsta ári, þegar hinar nýju flugvélar eru komnar í hús.
Tafir Airbus setja strik í reikninginn hjá Primera Air
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent


Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent
