Grunaður um stórfellda líkamsárás með hjóli á göngustíg í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 14:58 Lögregla var kölluð til vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Sjá meira