Pútín segist ekki vilja sundra ESB Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:48 Vladímír Pútín segist vilja sameinað og sterkt Evrópusamband. Vísir/EPA Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd. Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19
Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00
„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36