Miðað við höfðatölu höfum við náð óeðlilega góðum árangri Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. júní 2018 10:30 Sara, Katrín Tanja og Annie Mist hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum undanfarin ár, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis en Evert er vongóður um að þessar þrjár geri atlögu að fyrsta sætinu í ágúst. Fréttablaðið/eyþór Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum. Aðrar íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira