Dagur tilbúinn að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á meðan flugvöllur í Hvassahrauni er í skoðun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 19:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er tilbúinn til þess að tryggja rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan unnið er að hugmyndum um nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki eftir fjögur ár. Fyrir helgi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, var sagt frá hugmyndum samgönguráðherra um að ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði byggð upp við gömlu Umferðarmiðstöðina og verði hluti af nýrri samgöngumiðstöð Reykjavíkurborgar. Verkefnahópur sem vann skýrslu um málið fyrir ráðuneytið telur þennan möguleika þann ákjósanlegasta af þremur sem hópurinn velti upp. Gerð yrðu göng undir Hringbraut fyrir komu- og brottfararfarþega og nýtt flughlað yrði byggt upp milli norður/suðurbrautarinnar og neyðarbrautarinnar svokölluðu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur eðlilegt að borgin og samgönguráðuneytið taki upp viðræður um þessi mál strax í sumar en í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að norður/suður flugbrautin víki árið 2022, eða eftir fjögur ár, fyrir byggð. „Ég hef sagt það áður að, að á meðan það er verið að vinna að nýjum flugvelli í Hvassahrauni að þá sé ég tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að borgin geri ráð fyrir ákveðnu byggingarlandi í Vatnsmýri sem þurfi að mæta byggingarlandi í Höfðahverfi, sem tengist viðræðum borgarinnar og ríkisins um fyrirhugaða Borgarlínu. „Ég hef fulla trú á því að það takist,“ segir Dagur. Degi hugnast hugmyndir samgönguráðherra og uppbyggingu með þessu móti en ráðherra sagði fyrir helgi að fjárfestingin myndi ekki glatast þó svo völlurinn myndi víkja fyrir byggð í nánustu framtíð. „Vöxturinn í samgöngum er að öllum líkindum viðvarandi, og þá er ég að tala um alþjóðaflugið og svo framvegis og ef að það er passað upp á þetta að þá getur þetta verið skynsamlegra heldur en að byggja nýja flugstöð út af fyrir sig en sem er þá líka sveigjanlegt þannig að eftir því sem þróunin vindur fram þá geta þessi not verið öðruvísi,“ segir Dagur. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er tilbúinn til þess að tryggja rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan unnið er að hugmyndum um nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki eftir fjögur ár. Fyrir helgi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, var sagt frá hugmyndum samgönguráðherra um að ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði byggð upp við gömlu Umferðarmiðstöðina og verði hluti af nýrri samgöngumiðstöð Reykjavíkurborgar. Verkefnahópur sem vann skýrslu um málið fyrir ráðuneytið telur þennan möguleika þann ákjósanlegasta af þremur sem hópurinn velti upp. Gerð yrðu göng undir Hringbraut fyrir komu- og brottfararfarþega og nýtt flughlað yrði byggt upp milli norður/suðurbrautarinnar og neyðarbrautarinnar svokölluðu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur eðlilegt að borgin og samgönguráðuneytið taki upp viðræður um þessi mál strax í sumar en í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að norður/suður flugbrautin víki árið 2022, eða eftir fjögur ár, fyrir byggð. „Ég hef sagt það áður að, að á meðan það er verið að vinna að nýjum flugvelli í Hvassahrauni að þá sé ég tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að borgin geri ráð fyrir ákveðnu byggingarlandi í Vatnsmýri sem þurfi að mæta byggingarlandi í Höfðahverfi, sem tengist viðræðum borgarinnar og ríkisins um fyrirhugaða Borgarlínu. „Ég hef fulla trú á því að það takist,“ segir Dagur. Degi hugnast hugmyndir samgönguráðherra og uppbyggingu með þessu móti en ráðherra sagði fyrir helgi að fjárfestingin myndi ekki glatast þó svo völlurinn myndi víkja fyrir byggð í nánustu framtíð. „Vöxturinn í samgöngum er að öllum líkindum viðvarandi, og þá er ég að tala um alþjóðaflugið og svo framvegis og ef að það er passað upp á þetta að þá getur þetta verið skynsamlegra heldur en að byggja nýja flugstöð út af fyrir sig en sem er þá líka sveigjanlegt þannig að eftir því sem þróunin vindur fram þá geta þessi not verið öðruvísi,“ segir Dagur.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira