Hótar að bregðast tífalt við öllum árásum Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 16:45 Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans. Vísir/AP Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. Það sé draumur vesturvelda sem aldrei muni rætast. Þá heitir hann því að Íran muni svara öllum árásum tífalt. Spennan á milli Íran og vesturveldanna hefur aukist til muna eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu vinna nú hörðum höndum að því að bjarga því en samkomulaginu var ætlað að koma í veg fyrir að Íranar þróuðu kjarnorkuvopn. Bandaríkin ætla að beita viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran á nýjan leik. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýtt samkomulag sem snúi einnig að eldflaugaþróun Íran. Khamenei segir það þó ekki koma til greina. „Einhverjir Evrópubúar eru að tala um að takmarka eldflaugaþróun okkar. Ég segi þeim að það sé draumur sem muni aldrei rætast,“ sagði Khamenei í sjónvarpsviðtali samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Khamenei sagði einnig á dögunum að óvinir Íran beittu ríkið efnahagslegum- og sálrænum árásum og nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna væru liður í þeim árásum. Íran myndi þó svara tífalt fyrir sig. Hann sagði að Íran myndi ekki draga úr áhrifum sínum í Mið-Austurlöndum og kallaði eftir því að ungir Arabar stæðu upp í hárinu á Bandaríkjunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðskiptabann kyrrsetur einkaflugvél Íransforseta Bandaríkjastjórn hefur sett viðskiptabann á íranskt fyrirtæki sem hefur það eina hlutverk að sjá um rekstur einkaflugvélar íranska forsetans. 26. maí 2018 11:21 Fimm Íranar í viðskiptabann vegna eldflaugaútflutnings Bandaríkjastjórn hefur sett fimm íranska ríkisborgara í viðskiptabann vegna tengsla við útflutning á eldflaugatækni. 23. maí 2018 09:39 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Íran gefur Frökkum 60 daga áður en samningar renna til Kínverja Franski olíurisinn Total hefur sextíu daga til að tryggja sér undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Að öðrum kosti taka Kínverjar yfir alla samninga Frakka um jarðgasvinnslu í Íran. 31. maí 2018 10:05 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, segir að ríkið muni aldrei hætta eldflaugaþróun sinni. Það sé draumur vesturvelda sem aldrei muni rætast. Þá heitir hann því að Íran muni svara öllum árásum tífalt. Spennan á milli Íran og vesturveldanna hefur aukist til muna eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu vinna nú hörðum höndum að því að bjarga því en samkomulaginu var ætlað að koma í veg fyrir að Íranar þróuðu kjarnorkuvopn. Bandaríkin ætla að beita viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran á nýjan leik. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýtt samkomulag sem snúi einnig að eldflaugaþróun Íran. Khamenei segir það þó ekki koma til greina. „Einhverjir Evrópubúar eru að tala um að takmarka eldflaugaþróun okkar. Ég segi þeim að það sé draumur sem muni aldrei rætast,“ sagði Khamenei í sjónvarpsviðtali samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Khamenei sagði einnig á dögunum að óvinir Íran beittu ríkið efnahagslegum- og sálrænum árásum og nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna væru liður í þeim árásum. Íran myndi þó svara tífalt fyrir sig. Hann sagði að Íran myndi ekki draga úr áhrifum sínum í Mið-Austurlöndum og kallaði eftir því að ungir Arabar stæðu upp í hárinu á Bandaríkjunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðskiptabann kyrrsetur einkaflugvél Íransforseta Bandaríkjastjórn hefur sett viðskiptabann á íranskt fyrirtæki sem hefur það eina hlutverk að sjá um rekstur einkaflugvélar íranska forsetans. 26. maí 2018 11:21 Fimm Íranar í viðskiptabann vegna eldflaugaútflutnings Bandaríkjastjórn hefur sett fimm íranska ríkisborgara í viðskiptabann vegna tengsla við útflutning á eldflaugatækni. 23. maí 2018 09:39 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Íran gefur Frökkum 60 daga áður en samningar renna til Kínverja Franski olíurisinn Total hefur sextíu daga til að tryggja sér undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Að öðrum kosti taka Kínverjar yfir alla samninga Frakka um jarðgasvinnslu í Íran. 31. maí 2018 10:05 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Viðskiptabann kyrrsetur einkaflugvél Íransforseta Bandaríkjastjórn hefur sett viðskiptabann á íranskt fyrirtæki sem hefur það eina hlutverk að sjá um rekstur einkaflugvélar íranska forsetans. 26. maí 2018 11:21
Fimm Íranar í viðskiptabann vegna eldflaugaútflutnings Bandaríkjastjórn hefur sett fimm íranska ríkisborgara í viðskiptabann vegna tengsla við útflutning á eldflaugatækni. 23. maí 2018 09:39
„Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46
Íran gefur Frökkum 60 daga áður en samningar renna til Kínverja Franski olíurisinn Total hefur sextíu daga til að tryggja sér undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Að öðrum kosti taka Kínverjar yfir alla samninga Frakka um jarðgasvinnslu í Íran. 31. maí 2018 10:05
Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44