Óendurgoldin ást Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2018 07:00 Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar