Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Luigi Di Maio, formaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, er nýr vinnumála- og iðnaðarráðherra Vísir/Getty Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18
Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent