Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 21:22 Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn