Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:30 Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney. Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp sem felur í sér lækkun veiðigjalda komst ekki á dagskrá Alþingis í gær en verður tekið fyrir í atvinnuveganefnd eftir helgi. Ljóst er að málið hefur sett þingstörf í algjört uppnám og ólíklegt er að Alþingi fari í sumarhlé á fimmtudag líkt og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá í gær en stjórnarmeirihlutinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skella pólitískt eldfimu máli á dagskrá svo skömmu fyrir sumarhlé. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir málið ekki þola bið. „Staðan er bara sú hjá mörgum minni fyrirtækjum að þau þola ekki þessa bið. Þau eru búin að vera að greiða veiðigjöld sem hafa hækkað um 2-300% frá september í fyrra, jafnvel meira, og þær útgerðir eru annað hvort að leggja upp laupana eða þessar stærri að kaupa þessar minni upp og það verður bara að grípa inn í þetta sem fyrst,“ segir Lilja Rafney. Skiljanlega hafi mörgum brugðið við að málið kæmi fram með svo skömmum fyrirvara að sögn Lilju. Aftur á móti séu flokkar á þingi sammála um að galli sé á núverandi kerfi um veiðigjöld þar sem þau miði við afkomu fyrri ára. „Ég held að við ættum alveg að geta sammælst um þetta miðað við það að það eru allir hlynntir því að afkomutengja veiðigjöld, og við rauntíma. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að lækkunin skili sér í mestum mæli stóru útgerðarfélaganna sem mörg hver hafi greitt út mikinn arð á undanförnum árum og fjárfest fyrir tugi milljarða. „Það er umhugsunarefni hve mikið af aflaheimildum er komið á hendur örfárra útgerða í landinu. Og það segir sig auðvitað sjálft að þegar að stærstu útgerðirnar eru komnar með yfir 80% af aflaheimildum, þá eru þær auðvitað að borga hæstu veiðigjöldin,“ segir Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00