Sá sem átti niðrandi ummæli á Framvellinum biðst afsökunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 17:20 Úr leik hjá Fram. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/Andri Marinó Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30
Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23