Leist ekkert á sprangið í Eyjum: „Ég ætla ekki að gera þetta!“ Tinni Sveinsson skrifar 1. júní 2018 17:00 Keli trommari og hin landsfræga Spranga, þar sem Eyjamenn sýna sumir ótrúlegar listir í bjarginu. Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá annan þátt. Gauti, Björn Valur og Keli lentu í Vestmannaeyjum í gær. „Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega, við þurftum að vakna eldsnemma og ég hélt ég væri að fara missa röddina. En eftir svona þrjá tebolla í erfiðri Herjólfsferð bjargaðist það,” segir Gauti. Eins og Eyjapeyja er siður fóru strákarnir að spranga. Það fór ekki jafnvel í alla í hópnum. „Þetta er ógeðslegt! Ég ætla ekki að gera þetta, ég ætla ekki að gera þetta!“ hrópaði Keli þegar á hólminn var komið. „Við hinir reyndum að spranga en við þorðum ekki að fara hátt sem er reyndar mjög skiljanlegt. Það meikar engan sens að sveifla sér í margra metra hæð í bandi utan á kletti,“ segir Gauti. Strákarnir fóru síðan að tína jurtir í kokkteila með Gísla Matt, einum besta kokk Eyja. Með honum var haldið á veitingastaðinn Slippinn. „Þar fengum við kóngatrít,“ segir Gauti en strákarnir kepptu síðan í því að búa til besta kokkteilin úr jurtunum sem þeir tína. Phil Collins, drykkur úr smiðju Björns Vals, vann keppnina. „Kóngatrítið á Slippnum var kómískt í samræmi við hræðilegu gistiaðstöðuna sem við fórum í eftir matinn. Það var allt uppbókað svo við enduðum bara á dýnum á háaloftinu á Alþýðuhúsinu,“ segir Gauti. Drengirnir vona því að það séu rúm á næsta stað en þeir spila í Havarí á Karlsstöðum í kvöld. Tengdar fréttir Emmsjé Gauti kom ríðandi inn á tónleika Tónleikaferðin er 13/13 farin af stað. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Sjá meira
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá annan þátt. Gauti, Björn Valur og Keli lentu í Vestmannaeyjum í gær. „Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega, við þurftum að vakna eldsnemma og ég hélt ég væri að fara missa röddina. En eftir svona þrjá tebolla í erfiðri Herjólfsferð bjargaðist það,” segir Gauti. Eins og Eyjapeyja er siður fóru strákarnir að spranga. Það fór ekki jafnvel í alla í hópnum. „Þetta er ógeðslegt! Ég ætla ekki að gera þetta, ég ætla ekki að gera þetta!“ hrópaði Keli þegar á hólminn var komið. „Við hinir reyndum að spranga en við þorðum ekki að fara hátt sem er reyndar mjög skiljanlegt. Það meikar engan sens að sveifla sér í margra metra hæð í bandi utan á kletti,“ segir Gauti. Strákarnir fóru síðan að tína jurtir í kokkteila með Gísla Matt, einum besta kokk Eyja. Með honum var haldið á veitingastaðinn Slippinn. „Þar fengum við kóngatrít,“ segir Gauti en strákarnir kepptu síðan í því að búa til besta kokkteilin úr jurtunum sem þeir tína. Phil Collins, drykkur úr smiðju Björns Vals, vann keppnina. „Kóngatrítið á Slippnum var kómískt í samræmi við hræðilegu gistiaðstöðuna sem við fórum í eftir matinn. Það var allt uppbókað svo við enduðum bara á dýnum á háaloftinu á Alþýðuhúsinu,“ segir Gauti. Drengirnir vona því að það séu rúm á næsta stað en þeir spila í Havarí á Karlsstöðum í kvöld.
Tengdar fréttir Emmsjé Gauti kom ríðandi inn á tónleika Tónleikaferðin er 13/13 farin af stað. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“