Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2018 11:59 Snorri Olsen tekur við starfinu þann 1. október. Vísir/Pjetur Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira