Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:17 Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Vísir/HEiða Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03