Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:17 Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Vísir/HEiða Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03