Fyrsti dagur Ólafíu á opna bandaríska í máli og myndum: „Ég fann sjálfstraustið aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. S2 Sport Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira