Akurey snýr fljótt aftur til veiða eftir bilun í vél Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 19:30 Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira