Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2018 11:00 Raheem Sterling, leikmaður enska landsliðsins, bandar frá sér flugum í leiknum gegn Túnis í gær. Vísir/Getty Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu, og ætla má að flugurnar láti einnig til sín taka á föstudag.Sjá einnig: Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Erling Ólafsson skordýrafræðingur mælir með því að Íslendingar hafi flugnagerið í huga þegar haldið er á völlinn. Ýmsar ráðstafanir sé hægt að gera varðandi flugnabit, bæði fyrirbyggjandi og eftir að flugurnar láta til skarar skríða.Mökunartími stendur yfir Erling segir í samtali við Vísi að þær flugur sem gerðu vart við sig á skjánum hafi verið moskítóflugur, mýflugurnar séu ekki nógu stórar til að þær komi fram í sjónvarpinu. Sjálfur þorir Erling þó ekki að segja frekar til um tegundir flugnanna á vellinum.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Til þess að greina svona flugur þarf maður eintak og smásjá.“ Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá flugnafaraldinum, sem var sérstaklega áberandi í leiknum í gær, og virðist bæði um moskító- og mýflugur að ræða. Haft er eftir skordýrafræðingi á vef BBC að mökunartími flugnanna standi nú yfir og því séu þær svo áberandi á vellinum í Volgograd um þessar mundir.Íslendingar næmari fyrir bitum en margir aðrir Erling beinir því til strákanna í landsliðinu og áhorfenda á leik Íslands og Nígeríu á föstudag að hafa flugurnar í huga áður en haldið er á völlinn, þó að erfitt geti verið að koma alveg í veg fyrir bit. Strákarnir segjast raunar vel vopnum búnir gegn flugunum fyrir leikinn og hyggjast munda spreybrúsana á föstudag. „Maður ver sig frekar illa gegn moskítóflugum en það eru til sprey sem hægt er að nota til að verjast bitum. Ég hef sjálfur notað svoleiðis, einmitt í Rússlandi, þar sem ég var allur útbitinn,“ segir Erling. „En svo veit ég ekki hvernig er að horfa á fótboltaleik í gegnum flugnanet, ég held að það sé frekar óspennandi. Annars held ég að menn ættu að hafa þetta í huga áður en þeir fara á völlinn því Íslendingar eru næmari en margir aðrir fyrir bitum.“Frá leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðastliðinn laugardag. Aðstæður verða líklega töluvert erfiðari í Volgograd gegn Nígeru á föstudag.vísir/vilhelmGóð ráð: Fyrir og eftir bit Sé fólk bitið er hægt að gera líðanina bærilegri með ráðum af vefsíðum doktor.is, Vísindavefsins og Landlæknisembættisins. Mælt er með því að þvo bitstaðinn með vatni og mildri sápu og í sumum tilvikum að kæla bitin með íspoka eða öðru sambærilegu til að slá á sársauka og kláða. Þá er fólki ráðið frá því að klóra sér í bitunum. Hægt er að bera svokallað calamine-krem á bitið til að draga úr roða og kláða og þá geta þeir allra þjáðustu útvegað sér krem með ofnæmislyfjum (andhistamín) til að slá á einkennin. Ef einstaklingur hlýtur mörg bit eða bregst sérlega illa við þeim geta ofnæmislyf eða kortísón, ávísað af lækni, einnig hjálpað. Landlæknisembættið mælir svo með efninu diethyltoluamide, DEET, til fyrirbyggjandi aðgerða vegna skordýrabita en efnið er útbreiddasta, ódýrasta og virkasta skordýrafælan sem óhætt er að nota á húð, að því er segir á vef embættisins. Á vef BBC kemur fram að áhorfendum sé leyft að hafa með sér flugnasprey á leikvanginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skordýr komast í fréttir í kringum stórmót í knattspyrnu. Á síðasta Evrópumóti, þar sem Ísland komst í átta liða úrslit, vakti fiðrildafaraldur mikla athygli í úrslitaviðureign mótsins á milli Portúgals og Frakklands. Þegar eitt fiðrildanna tyllti sér á höfuð Cristianos Ronaldos, fyrirliða portúgalska liðsins, stökk Erling sjálfur til og greindi tegundina en um var að ræða gammayglu, upprunna í Suður-Evrópu. Greining Erlings vakti mikla athygli á sínum tíma en lesa má umfjöllun Vísis um málið hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02 Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu, og ætla má að flugurnar láti einnig til sín taka á föstudag.Sjá einnig: Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Erling Ólafsson skordýrafræðingur mælir með því að Íslendingar hafi flugnagerið í huga þegar haldið er á völlinn. Ýmsar ráðstafanir sé hægt að gera varðandi flugnabit, bæði fyrirbyggjandi og eftir að flugurnar láta til skarar skríða.Mökunartími stendur yfir Erling segir í samtali við Vísi að þær flugur sem gerðu vart við sig á skjánum hafi verið moskítóflugur, mýflugurnar séu ekki nógu stórar til að þær komi fram í sjónvarpinu. Sjálfur þorir Erling þó ekki að segja frekar til um tegundir flugnanna á vellinum.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Til þess að greina svona flugur þarf maður eintak og smásjá.“ Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá flugnafaraldinum, sem var sérstaklega áberandi í leiknum í gær, og virðist bæði um moskító- og mýflugur að ræða. Haft er eftir skordýrafræðingi á vef BBC að mökunartími flugnanna standi nú yfir og því séu þær svo áberandi á vellinum í Volgograd um þessar mundir.Íslendingar næmari fyrir bitum en margir aðrir Erling beinir því til strákanna í landsliðinu og áhorfenda á leik Íslands og Nígeríu á föstudag að hafa flugurnar í huga áður en haldið er á völlinn, þó að erfitt geti verið að koma alveg í veg fyrir bit. Strákarnir segjast raunar vel vopnum búnir gegn flugunum fyrir leikinn og hyggjast munda spreybrúsana á föstudag. „Maður ver sig frekar illa gegn moskítóflugum en það eru til sprey sem hægt er að nota til að verjast bitum. Ég hef sjálfur notað svoleiðis, einmitt í Rússlandi, þar sem ég var allur útbitinn,“ segir Erling. „En svo veit ég ekki hvernig er að horfa á fótboltaleik í gegnum flugnanet, ég held að það sé frekar óspennandi. Annars held ég að menn ættu að hafa þetta í huga áður en þeir fara á völlinn því Íslendingar eru næmari en margir aðrir fyrir bitum.“Frá leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðastliðinn laugardag. Aðstæður verða líklega töluvert erfiðari í Volgograd gegn Nígeru á föstudag.vísir/vilhelmGóð ráð: Fyrir og eftir bit Sé fólk bitið er hægt að gera líðanina bærilegri með ráðum af vefsíðum doktor.is, Vísindavefsins og Landlæknisembættisins. Mælt er með því að þvo bitstaðinn með vatni og mildri sápu og í sumum tilvikum að kæla bitin með íspoka eða öðru sambærilegu til að slá á sársauka og kláða. Þá er fólki ráðið frá því að klóra sér í bitunum. Hægt er að bera svokallað calamine-krem á bitið til að draga úr roða og kláða og þá geta þeir allra þjáðustu útvegað sér krem með ofnæmislyfjum (andhistamín) til að slá á einkennin. Ef einstaklingur hlýtur mörg bit eða bregst sérlega illa við þeim geta ofnæmislyf eða kortísón, ávísað af lækni, einnig hjálpað. Landlæknisembættið mælir svo með efninu diethyltoluamide, DEET, til fyrirbyggjandi aðgerða vegna skordýrabita en efnið er útbreiddasta, ódýrasta og virkasta skordýrafælan sem óhætt er að nota á húð, að því er segir á vef embættisins. Á vef BBC kemur fram að áhorfendum sé leyft að hafa með sér flugnasprey á leikvanginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skordýr komast í fréttir í kringum stórmót í knattspyrnu. Á síðasta Evrópumóti, þar sem Ísland komst í átta liða úrslit, vakti fiðrildafaraldur mikla athygli í úrslitaviðureign mótsins á milli Portúgals og Frakklands. Þegar eitt fiðrildanna tyllti sér á höfuð Cristianos Ronaldos, fyrirliða portúgalska liðsins, stökk Erling sjálfur til og greindi tegundina en um var að ræða gammayglu, upprunna í Suður-Evrópu. Greining Erlings vakti mikla athygli á sínum tíma en lesa má umfjöllun Vísis um málið hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02 Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00
Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00