Englendingar eru því komnir með þrjú stig eins og Belgar en Túnis og Panama eru enn án stiga. England spilar næst við Panama og Túnis spilar við Belgíu.
Englendingarnir byrjuðu af miklum krafti. Þeir sóttu án afláts og sköpuðu sér nokkur góð færi, þá sér í lagi eftir föst leikatriði þar sem Túnis réð ekkert við sterkt lið Englendinga.
Fyrsta markið kom á ellefu mínútunni. Eftir aukaspyrnu skallaði John Stones föstum skalla í átt að markinu, Mouez Hassen varði boltann stórkostlega en beint fyrir fætur Harry Kane sem kom Englandi yfir.

Eftir fyrirgjöf féll Ben Youssef í teig Englendinga eftir samstuð við Kyle Walker og dómari leiksins, Wilmar Roldan beinti á punktinn. Á punktinn steig Ferjani Sassi sem skoraði framhjá Jordan Pickford.
Staðan var 1-1 í hálfleik og síðari hálfleikurinn var í raun afar leiðinlegur. Englendingum gekk illa að skapa sér færi en einu færin sem þeir fengu komu eftir föst leikatriði.
Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma að sigurmark leit dagsins ljós. Það kom engum á óvart að markið kom eftir hornspyrnu en Harry Maguire skallaði boltann á Kane sem skallaði boltann af fjær í stög og inn. Lokatölur 2-1.
England have scored 2+ goals in the opening game of a #WorldCup tournament for the first time since 1998.
— Squawka Football (@Squawka) June 18, 2018
Also against #TUN pic.twitter.com/3jiliVX56h