Hefur aldrei hitt Harry tengdason sinn og þurfti að kalla hann „H“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:30 Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. Skjáskot/ITV Thomas Markle, faðir Meghan Markle, var í einkaviðali í IVT þættinum Good Morning Britain í dag um dóttur sína, samband sitt við Harry prins og að missa af konunglega brúðkaupinu. Í viðalinu talaði hann einstaklega fallega um dóttur sína. „Ég er mjög stoltur af henni,“ sagði Thomas um Meghan. Hann sagði einnig að hún hafi verið prinsessan sín frá því hún fæddist.Þurfti að kalla hann „H“ „Pabbi ég er kominn með nýjan kærasta,“ var það fyrsta sem Thomas heyrði frá dóttur sinni um Harry. Í næsta símtali sagði hún að hann væri breskur en í því þriðja sagði hún „Hann er prins.“ Thomas sagði í viðtalinu að Meghan hafi þá sagt að þetta væri Harry en að þau þyrftu að tala um hann sem „H“ svo enginn kæmist að þessu, enda var samband þeirra ekki komið í fjölmiðla á þessum tímapunkti. Thomas sagði í viðtalinu að það hafi verið Meghan sem sagði honum fyrst frá því að það væri konunglegt brúðkaup í vændum. Hann hafi svo rætt við Harry í síma og þar hafi prinsinn beðið um hans „blessun“ fyrir því að giftast Meghan. Sagðist hann hafa svarað: „Þú ert herramaður, lofaðu að vera góður við dóttur mína og þú færð mitt samþykki.“Thomas segir að Meghan hafi grátið þegar hann sagðist ekki komast í brúðkaupið.Vísir/GettyKlökknaði við að ræða myndirnar Rétt fyrir brúðkaupið kom upp ljósmyndahneyksli í kringum Thomas sem þótti varpa skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. „Ég ætlaði að bæta ímynd mína en augljóslega fór það allt til fjandans og mér líður illa yfir því.“ Í viðtalinu viðurkenndi Thomas að myndirnar hefðu verið „mistök.“ Hann hafi beðið bæði Harry og Meghan afsökunar á myndunum og tók það fram að þau hefðu fyrirgefið sér. „Það er erfitt að taka þetta til baka.“ Thomas varð klökkur við að ræða þetta en sagðist nú vera að venjast fjölmiðlaathyglinni. Harry og Meghan ráðlögðu honum að fara varlega og „tala ekki við fjölmiðla“ í aðdraganda brúðkaupsins en vildu ennþá hafa hann með á stóra daginn. „Harry sagði mér að vinur hans úr hernum myndi hugsa um mig meðan ég væri þar. Þetta var allt skipulagt og þetta var allt í góðu lagi.“Aldrei hitt Harry Thomas segir að það hafi verið mikil leynd í kringum brúðkaupsundirbúninginn, líka varðandi fötin og skóna sem faðir brúðarinnar átti að klæðast. „Ég átti að fara í mátanir í Los Angeles, í Beverly Hills, undir öðru nafni.“ Í viðtalinu kom í ljós að Thomas hefur aldrei hitt tengdason sinn í eigin persónu og aðeins talað við hann í síma. Thomas hefur verið búsettur í Mexíkó undanfarin sex ár. Hann átti að fylgja dóttur sinni upp að altarinu en þar sem hann þurfti að fara í hjartaaðgerð þremur dögum fyrir brúðkaupið, gekk það ekki upp. „Þau voru vonsvikin,“ sagði Thomas um viðbrögð brúðhjónanna við að heyra að hann kæmist ekki í brúðkaupið þeirra. „Meghan grét.“ Hann sagðist hafa beðið þau að hafa ekki áhyggjur af sér, heldur ættu þau að hugsa um brúðkaupið og brúðkaupsferðina. „Þau sögðu að það væri mikilvægast að ég næði bata.“Harry og Meghan.Vísir/GettyNeðanmálsgrein í brúðkaupi dóttur sinnar Þess í stað gekk Meghan ein hálfa leið inn kirkjugólfið og svo fylgdi Karl bretaprins henni síðasta spölinn. Thomas segir að það hafi verið heiður og að hann væri honum þakklátur en sagðist þó aldrei hafa talað við hann. „Ég get ekki hugsað mér neinn betri í minn stað en Karl prins. Hann var mjög myndarlegur og dóttir mín var falleg með honum.“ Hann viðurkenndi þó að hafa verið öfundsjúkur, enda ætlaði hann sér að vera á staðnum. Sagðist hann hafa horft á brúðkaupið, grátið og verið „mjög stoltur“ af dóttur sinni en á sama tíma svekktur. „Það er óheppilegt að ég sé nú aðeins neðanmálsgrein í einu af stærstu augnablikum sögunnar í stað þess að vera faðirinn sem fylgdi henni upp að altarinu.“ Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Thomas Markle, faðir Meghan Markle, var í einkaviðali í IVT þættinum Good Morning Britain í dag um dóttur sína, samband sitt við Harry prins og að missa af konunglega brúðkaupinu. Í viðalinu talaði hann einstaklega fallega um dóttur sína. „Ég er mjög stoltur af henni,“ sagði Thomas um Meghan. Hann sagði einnig að hún hafi verið prinsessan sín frá því hún fæddist.Þurfti að kalla hann „H“ „Pabbi ég er kominn með nýjan kærasta,“ var það fyrsta sem Thomas heyrði frá dóttur sinni um Harry. Í næsta símtali sagði hún að hann væri breskur en í því þriðja sagði hún „Hann er prins.“ Thomas sagði í viðtalinu að Meghan hafi þá sagt að þetta væri Harry en að þau þyrftu að tala um hann sem „H“ svo enginn kæmist að þessu, enda var samband þeirra ekki komið í fjölmiðla á þessum tímapunkti. Thomas sagði í viðtalinu að það hafi verið Meghan sem sagði honum fyrst frá því að það væri konunglegt brúðkaup í vændum. Hann hafi svo rætt við Harry í síma og þar hafi prinsinn beðið um hans „blessun“ fyrir því að giftast Meghan. Sagðist hann hafa svarað: „Þú ert herramaður, lofaðu að vera góður við dóttur mína og þú færð mitt samþykki.“Thomas segir að Meghan hafi grátið þegar hann sagðist ekki komast í brúðkaupið.Vísir/GettyKlökknaði við að ræða myndirnar Rétt fyrir brúðkaupið kom upp ljósmyndahneyksli í kringum Thomas sem þótti varpa skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. „Ég ætlaði að bæta ímynd mína en augljóslega fór það allt til fjandans og mér líður illa yfir því.“ Í viðtalinu viðurkenndi Thomas að myndirnar hefðu verið „mistök.“ Hann hafi beðið bæði Harry og Meghan afsökunar á myndunum og tók það fram að þau hefðu fyrirgefið sér. „Það er erfitt að taka þetta til baka.“ Thomas varð klökkur við að ræða þetta en sagðist nú vera að venjast fjölmiðlaathyglinni. Harry og Meghan ráðlögðu honum að fara varlega og „tala ekki við fjölmiðla“ í aðdraganda brúðkaupsins en vildu ennþá hafa hann með á stóra daginn. „Harry sagði mér að vinur hans úr hernum myndi hugsa um mig meðan ég væri þar. Þetta var allt skipulagt og þetta var allt í góðu lagi.“Aldrei hitt Harry Thomas segir að það hafi verið mikil leynd í kringum brúðkaupsundirbúninginn, líka varðandi fötin og skóna sem faðir brúðarinnar átti að klæðast. „Ég átti að fara í mátanir í Los Angeles, í Beverly Hills, undir öðru nafni.“ Í viðtalinu kom í ljós að Thomas hefur aldrei hitt tengdason sinn í eigin persónu og aðeins talað við hann í síma. Thomas hefur verið búsettur í Mexíkó undanfarin sex ár. Hann átti að fylgja dóttur sinni upp að altarinu en þar sem hann þurfti að fara í hjartaaðgerð þremur dögum fyrir brúðkaupið, gekk það ekki upp. „Þau voru vonsvikin,“ sagði Thomas um viðbrögð brúðhjónanna við að heyra að hann kæmist ekki í brúðkaupið þeirra. „Meghan grét.“ Hann sagðist hafa beðið þau að hafa ekki áhyggjur af sér, heldur ættu þau að hugsa um brúðkaupið og brúðkaupsferðina. „Þau sögðu að það væri mikilvægast að ég næði bata.“Harry og Meghan.Vísir/GettyNeðanmálsgrein í brúðkaupi dóttur sinnar Þess í stað gekk Meghan ein hálfa leið inn kirkjugólfið og svo fylgdi Karl bretaprins henni síðasta spölinn. Thomas segir að það hafi verið heiður og að hann væri honum þakklátur en sagðist þó aldrei hafa talað við hann. „Ég get ekki hugsað mér neinn betri í minn stað en Karl prins. Hann var mjög myndarlegur og dóttir mín var falleg með honum.“ Hann viðurkenndi þó að hafa verið öfundsjúkur, enda ætlaði hann sér að vera á staðnum. Sagðist hann hafa horft á brúðkaupið, grátið og verið „mjög stoltur“ af dóttur sinni en á sama tíma svekktur. „Það er óheppilegt að ég sé nú aðeins neðanmálsgrein í einu af stærstu augnablikum sögunnar í stað þess að vera faðirinn sem fylgdi henni upp að altarinu.“
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37
Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30